fimmtudagur, 17. apríl 2003

Gamla mekkanóið er komið aftur gott fólk

Gamla mekkanóið er komið aftur gott fólk. Þetta mundi ég þegar blessuð tölvan mín fór að surga meira en góðu hófi gegndi. Í fyrstu var ég smeykur um að það væri örgjörvaviftan sem væri að gefa sig og þá er ekki að spyrja að leikslokum. Örgjörvinn steikist á svipstundu og þá þarf ekki að hafa áhyggur of honum meir. Sem betur fer þá var þetta vifta sem kælir minniháttar örgjörva á móðurborðinu. Svona smáviftur er einnig á skjákortum og það er lítið mál að skipta þeim út þær kosta lítið og fást í Tölvubúðinni í Nóatúninu.

Ég er með s.k. Athalon örgjörva sem þarf mikla kælingu og gengur mjög heitur ca 55 stig og jafnvel vel upp undir 60 stig. Af þessum sökum er viftan alltaf að. Ég skipti út fyrstu viftunni þar sem að hún var svo rosalega hávær og fjárfesti í einni mun hljóðlátari . Hins vegar var hitinn alltaf samur þannig að ég fór í mekkanóleik sem fólst í því að bæta viftum inn í vélina. Viftum úr eldri maskínum. Þannig áskotnaðist mér útsogsvifta og einni sem dælir inn lofti þegar að hitastig í kassanum er orðið 25 + og að auki 2-3 minni viftum. Þessu kom ég fyrir hér og þar í kassanum og nú er málum þannig komið að sennilega eru 9 vindstig inni í kassanum. Eitthvað hefur mér tekist að lækka hitann á örgjörvanum við þessar tilfæringar en hvort það sé eitthvað sem skiptir máli læt ég liggja á milli hluta, hins vegar lærir maður töluvert í sambandi við Hardware á þessu grúski sem er í ætt við mekkónið gamla og góða. Varðandi áhættu við svona fikt þá bý ég að því að bræður mínir allir eru menntaðir í tölvubransanum og því þéttriðið öryggisnet í kringum mig ef eitthvað fer úrskeiðis í fiktinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli