föstudagur, 28. mars 2003

Var að klára síðustu lotuna

Var að klára síðustu lotuna hjá Dr. Guðrúnu Kristins í eingindlegum aðferðafræðum í KHÍ, alveg einstaklega fínn kúrs og gagnlegur. Ráðlegg öllum sem eru í rannsóknarpælingum að taka kúrsinn.
Þá er að fara að vinda sér í að gera kennsluvefinn. Ég er með dellu fyrir sögu félagsmiðstöðva þannig að ég ætla að smíða vef um það málefni, er reyndar að baksa við það að koma þeirri sögu á framfæri í ritgerð ( 7,9,13, knokk,, knokk , konkk on wood).
Við hittum Skarpa vefara á miðvikudagskvöld . Það var sem fyrr afar ganglegt. Spurningin er sú hvort ekki best að byrja NKN kúrsinn á hardcore námskeiði í dreamweaver ca 3-4 daga. Við sem komum úr hinu ofurverndaða Front page unhverfi Billa Gates eigum í smá vandræðum. Hins vegar hafa laugardagstímarnir ( sem ég reyndar missi af á morgun þar sem ég þarf að sækja ráðstefnu um æskulýðsmál ) og tímarnir hjá Skarpa, reynst afar gagnlegir. Learning by doing sagði Dewey og því bara að kasta sér í laugina og læra tökin enn frekar úr því sem komið er. Kunnátta í hundasundi þegar í höfn klassíkt bringusund næst á dagskrá.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli