laugardagur, 15. mars 2003

Þetta er nú meira "kæringarleysið"

Þetta er nú meira "kæringarleysið" eins og kallinn sagði, lítið búið að gera í vefnum undanfarið og Spánarferðin örlagaríka setur nokkurt strik í reikninginn. Er að vinna á fullu í verkefnum í aðferðafræðinni svo að NKN verður að bíða aðeins. Það er dulítið vel í lagt að vera í tveimur kúrsum í Aðferðarfræðinni, eiginlega eins og að vera í Tetris þegar að mikið gengur á. En hvað með það, það er bara að bretta upp ermarnar og herða róðurinn um stund. Skarpi Vefari komst ekki í síðustu viku og því frestaðist tíminn fram í næstu viku og þá verður ekki undan því vikist að gera skúrk í vefmálum. Ég hef verið að vafra um í okkar ranni og séð að það eru komir fínir vefir í gang víða. Maður getur ekki verið þekktur fyrir annað en að koma upp einum slíkum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli