föstudagur, 7. mars 2003

Spænska lögreglan notar tölvur ...

Spænska lögreglan notar tölvur sem ekki verður sagt að séu af nýjustu tegund. Prentara sem eru fyrstu týpurnar af bleksprautuprenturum Þetta kom í ljós þegar að ég þurfti að gefa skýrslu hjá lögreglunni vega innbrots í sumarhús STH sem var án öryggiskerfis einn dag og akkurat um kvöldið þann sama dag var brotist inn. Múbblur og búnaður var látið óhreyft en hins vegar var öllum ferðatöskum stolið. Nágranni kallaði á lögreglu, sem kom fljótt á vettvang, en hér er um nýtt hverfi að ræða og því ekki komin sú festa í hverfið eins og þegar að allt er komið í fastar skorður og allir fluttir inn. Ólíklegt er að atburður af þessu tagi ætti sér stað við slíkar aðstæður. Gjaldkeri félagsins varð fyrir mestu tjóninu missti ferðatölvu, ferðagögn, videóvél og allt sem var í ferðatöskunni. Af einhverjum orsökum þá tók ég með mér bakapokann þegar að brugðum okkur af bæ til að snæða. Ég var því með tölvuna mína, ferðagögn og myndavélar með mér og missti því ekki eins mikið og gjaldkerinn. Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna ég tók dótið með mér? Það sem er grátbroslegt í þessu öllu saman er að ég tók með mér mikla doðranta í aðferðarfræðinni sem voru í töskunni en mér til ánægju þá voru þær merku bókmenntir skildar eftir, sem sagt verðlausar að mati þessa ógæfufólks sem stundar innbrot. Bókvitið verður ekki í askanna látið sagði einhver og eru það orð að sönnu í þessu tilfelli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli