þriðjudagur, 27. október 2009

Hve oft á eiginlega að kjósa um þetta álver?

Nú eru komnar fram óskir um nýjar kosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði? Sem var fellt eftirminnilega fyrir ca tveimur árum. Segjum sem svo að ef aftur verður kosið og segjum að ef svo illa færi að þessari gríðarlega öflugu kosningavél Rio Tinto tækist í krafti gríðarlegra fjármuna og með auglýsingaskrumi að ná meirihluta fyrir stækkun álvers er þá ekki spurning að kjósa í þriðja sinn að beiðni okkar sem erum á móti stækkun?

Það hlýtur að vera kleyft svo fremi að náist að uppfylla skilyrði fyrir íbúakosningu? Tæknilega virðist því vera hægt að velta þessu máli áfram árum saman og fella eða samþykkja sömu tillöguna mörgu sinnum. Er þetta einhver borðtennisleikur? Þarf að samþykkja tillöguna nokkrum sinnum eða fella nokkrum sinnum, þarf hún eða vera felld eða samþykkt tvisvar eða þrisvar til þess að öðlast gildi eða á hún bara að gilda þegar hún hentar hagsmunum Río Tinto?

Hvað þá ef endalaust á kjósa um þetta sama mál, sem meirihluti bæjarbúa hefur sagt hug sinn í með formlegum hætti, finnst mönnum þá við hæfi að kjósa um þetta samhliða bæjarstjórnarkosningum? Við þau fjölmörgu sem erum í Sól í Straumi urðum vitni að kosningabarráttu stórfyrirtækis sem eyddi milljónum á milljónir ofan og efndi til "kosningabarráttu" þar sem kostað var til hundruðum milljóna, álverið bauð hverjum þeim starfsmanni sem vildi leggja barráttunni lið að gera það á fullum launum, sendu Bo í álpappír að hvert hafnfirsk heimili , gerðu fjölda glansauglýsinga og sýndu látlaust á dýrasta auglýsingatíma, héldu úti heilu flokkum manna sem hringdu á hvert hafnfriskt heimili og héldu úti persónunjósnadeild þar sem skoðanir bæjarbúa voru bókfærðar með skipulegum rafrænum hætti og kolólöglegum enda fór það svo að persónuvernd hafi afskipti af álverinu.

Þetta er grímulaus hagmunabarrátta stórfyrirtækis sem á ekkert skylt við lýðræði hvað þá þetta sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallar íbúalýðræði. Í samhengi "álverskosninga" verða bæjarstjórnarkosningar eins og auka mál enda ljóst að stjórnmálaflokkarnir í bænum hafi ekki efni á viðlíka "kosningabaráttu" og Rio Tinto - Eiga næstu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði að snúast um "galvaniseraða" eða "ekki galvaniseraða" frambjóðendur og munu frjáls framlög atvinnulífsins taka mið af því? Og hvar er þá lýðræðið svo ekki sé minnst á íbúalýðræðið?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli