laugardagur, 10. október 2009

Af "áhangendaáráttu"

Á meðan engin segir sorry og engin gengst við ábyrgð á hruninu þá verður ekki sátt í íslensku samfélagi - Sorgleg málefnafátækt í þinginu - Halda menn með sínu liði algerlega óháð því sem á undan er gengið? - Er stjórnmálabarátta einhverskonar fótboltaleikur sem byggir á "áhangendaáráttu" fremur en almennri skynsemi?

Veit það ekki en ég skil ekki fylgistölur stjórnmálaflokka þessi dægrin sem ekki eru í neinu samræmi við "aldur og fyrri störf" viðkomandi flokka. Hin blinda ást ruglar fólki í rýminu og það jafnvel svo mikið að sómasamlegt ræstingarfólk fær það óþvegið fyrir það eitt að reyna að þrífa upp óhreinindin eftir ástmöginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli