þriðjudagur, 6. október 2009

25 ár frá BSRB verkfallinu

"Tíminn líður hratt að gervihnattaöld" kvað söngvaskáldið Magnús Eiríksson. Orð að sönnu sem merkja má af því að 25 ár er frá BSRB verkfallinu. Ég tók sem félagsmaður í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar virkan þátt i verkfallsvörslu. Var m.a. sendur suður í Hafnarfjörð í þeim erindagjörðum og kom þá í fyrsta skipti á Hellisgötuna í húsnæði STH Starfsmannafélags Hafnarfjarðar en í því félagi ég átti síðar eftir að verða formaður nokkrum árum seinna. Embætti sem ég gengdi síðan um langa hríð. Þetta voru lærdómsríkir tímar og einstök samstaða lengst af. Hins vegar olli samningur borgarinnar og STRV sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti nokkrum usla sem leiddi til þess að vikuhlé varð á verkfallsaðgerðum meðan að hann var borin undir atkvæði þar sem hann var kolfelldur. Ógleymanlegur tími sem kenndi manni margt ekki hvað síst hvað samstaða getur komið mörgu til leiðar. Sjá nánar umfjöllun á heimasíðu BSRB
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1555/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli