laugardagur, 5. júlí 2008

Öll brot kærð! - af krókódílatárum

Vissi ekki að Hagkaup hefði vínveitingaleyfi? Vínkynning og smökkun í Hagkaupum?Verslunarstjóri Hagkaupa fer á kostum í viðtali í Fréttablaðinu í dag, kvartandi yfir því að í hvert sinn sem talað er um að selja brennivín í búðum þá fari "lobbýistavélarnar" í gang. Verslunarstjórinn á þá sennilega við fólkið í landinu, sem nota bene er á móti áfengisauglýsingum og að áfengi sé selt í matvörubúðum.

Sorgleg og hrokafull ummæli í ljósi þess að sá bransi sem hann tilheyrir og þjónar hefur ausið hundruðum milljóna í ólöglegar áfengisauglýsingar, keyptar umfjallanir og kjánaskap eins vínsmökkun í Hagkaupum o.fl í þeim dúr. Allt athæfi sem ganga þvert á vilja almennings en allt í þeim tilgangi að þjóna ítrustu viðskiptahagsmunum.

Hagkaup hefur hvorki vínveitinga - eða áfengissöluleyfi og því er óskhyggja verslunarstjórans um að fólk kaupi rauðvín með kjötbollunum á miðvikudögum fyrst og fremst draumsýn. Legg til að Hagkaup höndli réttu megin við lög í landinu, þrátt fyrir "lobbýistaliðið". Ég á ekki von á öðru en að Hagkaup fái á sig kæru vegna "kynningarinnar" - öll brot kærð stendur í mörgum verslunum - á það ekki líka við um áfengislagabrot?

2 ummæli:

  1. Áfram Árni. Ég þakka þér fyrir að fylgjast með þessum málum. Ég væri sammála því að öll lögbrot með áfengisauglýsingum væru kærð. Er það mögulegt?

    SvaraEyða
  2. Blessuð - Já verður mjög einfalt í gegnum væntanlega heimasíðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum - Hvetjum fólk eindregið til þess að senda inn ábendingar og kærur vegna þessara mála - ekki veitir af.
    Heimasíðan verður rækilega auglýst þegar að hún fer í loftið. Kveðjur Árni

    SvaraEyða