fimmtudagur, 25. maí 2006

Á ekki Silvía Nótt bróðir?

Er búin að vera erlendis síðustu daga. Sem sænskmenntaður vandamálafræðingur set ég mig aldrei úr færi við að lesa sænsku pressuna. Fékk vænan skammt af henni á Kastrup flugvelli.

Tók andköf af hlátri þar sem ég var að lesa hið “virta” sænska Aftonbladet sem er af sama kaliberi og DV heitið var þegar að það var verst. Málefnið hin albrjálað Silvía Night sem hafði lamið elskuhuga sinn til óbóta, formælt öllu milli himins og jarðar og eftir það horfið upp í rjáfur og hótað að henda sér niður. Allt þetta út af verðskulduð slöku gengi stjörnunnar. Daganna áður hafði blaðið einnig fjallað um íslensku stjörnuna sem m.a. hafði skellt hurð hjá sænsku dívunni Carolu og það sem verra að deginum áður hafði Silvía áreitt hina ofurtrúuðu sænsku söngkonu kynferðislega. Af þessu öllu hafði talsmaður íslenska hópsins verulegar áhyggjur að sögn blaðsins.

Niðurstaðan einföld engin veit lengur hver er að gera grín að hverjum. Silvía að pressunni og pressan að fólkinu eða bara allir að öllum. Sennilega hefur engin önnur eins “stjarna” mætt á svæðið og Silvia. Við verðum einhvern veginn að halda áfram með málið. Spurning hvort Silvía á bróður sem gæti mætt með eitthvert “austantjalds moll” í næstu keppni eða það sem væri hugsanlega betra – er ekki komin tími til að senda Árna Johnsen í Evróvision?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli