sunnudagur, 26. febrúar 2006

Vetrarhátíð í Reykjavík

Virkilega fínt upplegg vetrarhátíð þeirra Reykvíkinga. Brá mér af því tilefni í höfðuborgina sl. föstudagskvöld. Fór fyrst á sýningu og tónleika í Listasafni ASÍ. Ingibjörg Jónsdóttir og Guðrún Marínósdóttir sýndu textil. Fínar sýningar hjá þeim báðum. Dúóið Stemma léku íslensk þjóðlög. Flutningur þeirra Heiðrúnar Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout var í einu orði sagt frábær en óhefðbundin. Rödd, víóla, steinar og marimbu (Sýlafón) Fínn hljómur í Listasafni ASÍ. Sem sagt stórkostlegir tónleikar innan um falleg og vönduð textílverk Ingibjargar Jónsdóttur.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur var næsti viðkomustaður minn. Erindið - Friðrik Örn og sýning hans „10.000 dagar með myndavél”. Varð ekki fyrir vonbrigðum enda Friðrik meðal okkar allra bestu ljósmyndara. Tækni hans og færni í stafrænni ljósmyndun er með eindæmum og í hæðsta gæðaflokki . Ákaflega góð sýning sem ég hvet alla áhugamenn um ljósmyndalist til að sjá.

Þakka fyrir mig og hefði vilja sjá margt fleira enda dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt og góð. Tek mér örugglega lengri tíma næst. En eins og fólk veit þá er fátt eins gott fyrir sálina og góður skammtur af hágæða kúltur - ekki satt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli