fimmtudagur, 9. febrúar 2006

Starfsmat

Það eru margir sem velta fyrir sér þessu blessaða starfsmati . Birti hér fólki til glöggvunar mismun á tengingu í Reykjavík og hjá sveitarfélögunum. Stig eru einfaldlega mun verðmeiri í Reykjavík en hjá sveitarfélögunum, sem þýðir á mannamáli að samkvæmt starfsmati þá verða störf sem fá jafnmörg stig í þessu samræmda kerfi lægra launuð hjá sveitarfélögunum en hjá borginni. Ástæður einfaldar launanefnd sveitarfélaga neitaði alfarið í síðustu kjarasamningum að fækka stigum milli launaflokka sem hefði getað bjargað því sem bjargað varð. Neðangreint dæmi sýnir í hnotskurn hvílík mismunun á sér stað:

Reykjavík / Sveitarfélögin þ.m.t. Hafnarfjörður

315 stig = launafl 127 / 119 = 153.765 / 146.763 kr = mism. 7.002 kr
361 stig = launafl 134 / 124 = 170.656 / 158.106 kr = mism. 12.550 kr
400 stig = launafl 141 / 128 = 189.401 / 167.808 kr = mism. 21.593 kr
470 stig = launafl 151 / 138 = 219.808 / 194.748 kr = mism. 25.060kr


Þær tillögur sem launanefnd sveitarfélaga kom fram með til lausnar í yfirstandandi kjaradeilu taka ekkert á þessu máli. Starfsmatið mun því ekkert nýtast sem launamyndunarkerfi nema síður sé ( og til hvers er það þá eiginlega ?). Launanefnd nýtti aðallega krónutöluhækkun sem deyr fljótlega út og mjög fljótlega eftir að allra lægstu láglaununum sleppir.
Til hvers er þá verið að halda úti kerfi ef það er ekki nýtt til lausnar í þeirri krísu verið hefur uppi. Er það vegna þess að launanefnd sveitarfélags vill einungis leiðrétta eins lítið og hugsanlega var hægt að komast upp með?

Það verður að taka bíl úr handbremsu ef akstur á að verða viðunandi . Það verður að tengja starfsmatskerfið við raunveruleikann ef það á að virka. Ný tenging sveitarfélaganna til samræmis við Reykjavík hefði leyst allt það sem leysa þurfti. Það var ekki gert og flokkast auðvitað undir eitt af þeim fjölmörgu “undarlegheitum” sem fylgja þessu blessaða starfsmati. Vegir launanefndar sveitarfélaga eru rannsakanlegir og augljósir. Stefnan kristallast i hinni ... þið vitið hvað ég meina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli