fimmtudagur, 6. maí 2004

Stjórn STH ákvað

Stjórn STH ákvað
á fundi sínum 6. maí að selja ekki hótelmiða í ár. Ástæður eru tvíþættar.

1. Miðarnir hafa farið hækkandi
í innkaupum og raunverð þeirra er allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við verðgildi. Gisting á heimavist án baðs og morgunverðar er einfaldlega allt of dýrt og í raun merkilegt að verðlag hér á landi sé með þeim hætti að gisting sem ekki nær einni stjörnu sé svipuðu verði og þriggja til fjögurra stjörnu hótel i Danmörku? Einnig hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum félagsmönnum að fólk þarf að tilkynna sérstaklega að það sé með hótelmiða og er gert panta með nokkrum fyrirvara. Oft allt upppantað þrátt fyrir góðan fyrirvara og einhverjir talið að farið sé með sig sem annars flokks kúnna

Til að miðar þessir nýtist kaupgetu launafólks þarf því að greiða þá verulega niður. Það getur ekki verið hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að "styrkja greinina" með þessum hætti og meðan verðlag til hreyfingarinnar er með þessum hætti er einfaldlega ekki hægt að eiga í þessum viðskiptum.

2. Við erum að fjárfesta
í nýju og glæsilegu sumarhúsi við Stykkishólm og við höfum verðið að taka íbúðina Akureyri í gegn. Endurnýjaður var pottur í Siggubæ og í Munaðarnesi er verið að "pottavæða". Stjórnin telur mikilvægari að einbeita sér að þessari uppbygginu á næstunni í stað þess að eyða miklum fjárhæðum í allt of dýra hótelmiða.

Hvað framtíðin ber
í skauti sér er óljóst en víst að möguleikar eru margir . Ekki er loku fyrir það skotið að semja við erlenda aðila um hótelmiða. Fargjöld til og frá landinu er ódýr og ef við bætist ódýrt hótel þá er frí að slíku tagi orðin verulega hagkvæmur kostur og vænlegur. Einnig má vel vera og vonandi að ferðaþjónustan hér að landi fari að endurskoða verðlag sitt. Eins og staðan er í dag það hefur íslenskt launafólk ekki efni á að ferðast um í eigin landi. Meðan að svo er þá er eitthvað að!