mánudagur, 3. maí 2004

Ég sleppi aldrei "góðu röfli"

Ég sleppi aldrei "góðu röfli"
Duttu tvö góð í hendur mínar um helgina.

Röfl eitt
Samtök atvinnulífsins gráta yfir öllum þessum frídögum sem að þeirra sögn slíta sundur vinnuvikuna? Hvað með 1. maí og aðra hátíðardaga þegar að þeir koma upp á helgum? Af hverju eru þeir ekki bættir með frídegi t.d. fyrir eða eftir helgina? Á það að vera hipsum happs og allt eftir því hvernig árið liggur hvernig frí verða? Nei segi ég, það ætti ekki að vera nokkur spurning um að taka sérstakt leyfi ef viðkomandi dag ber upp á helgardag enda eru þetta umsamdir frídagar.

Röfl tvö
Hafnarfjarðarbær sem sérstaklega verðlaunar starfsmenn þá er þiggja eingöngu rafræna launaseðla greiðir ekki út laun fyrr en á fyrsta virka degi mánaðarins? Þetta þýðir með öðrum orðum að flestir starfsmenn Hafnafjarbæjar fá útborgað þriðja þessa mánaðar? Einhverjir sennilega blankir um helgina af þessum sökum og svo hinir sem ekki njóta vaxta sem skyldi . Stirður enter takkinn þegar á að millifæra launin og virðist sem tölvutæknin sé víðsfjarri. Ætti að vera einfalt mál að kippa í liðinn á "tölvuöld"???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli