mánudagur, 6. október 2003

Brussel er borg fyrir ökufanta

Brussel
er borg fyrir ökufanta. Skil reyndar ekki reyndar ekki hvernig borg sem ekki hefur nokkra reglu á umferðarmálum getur þjónað tilgangi sínum sem höfuðborg Evrópusambandsins? "Reglugerðariddarar" allra Evrópulanda eru þarna saman komnir og hefðu sennilega ráð undir rifi hverju varðandi umferðarmálin í borginni væri eftir því leitað. Að taka leigubíl í borginni er sennilega svipað og að taka þátt í rallykeppni, fínt fyrir spennufíkla en slæmt fyrir virðulega verklýðforingja sem sitja í fulltrúaráði evrópskra bæjarstarfsmanna innan EPSU. Var sem sagt í á fundi í Brussel um helgina.
Einkavæðing opinnberar þjónustu var meðal dagskráliða. David Hall prófessor við Háskólann í Grenwich hafði framsögu um þau mál og mæltist vel að vanda, en meira um það síðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli