fimmtudagur, 1. apríl 2010

Forstöðumaður samfélagsmála

Fékk þær ánægjulegu fréttir að Geir Bjarnason vinur minn forvarnarfulltrúi í Hafnarfirði  muni þiggja nýtt embætti hjá Hafnarfjarðarbæ núna um mánaðarmótin, starf forstöðumanns samfélagsmála. Miklivægt embætti sem mun að öllu óbreyttu þjóna víðtæku hlutverki hvað varðar samstillt átak til þess að samræma þjónustu ýmissa deilda og stofanna bæjarins og ekki síst með sameiningu þeirra í huga. Menningar- íþrótta- ferða- félags- forvarnar- og æskulýðsmál og jafnvel skólamál ku vera þeir málaflokkar sem rætt er um að sameina. Hljómar vel og í samræmi við ráðgjöf Capasent Gallup sem sagan segir að hafi verið með í ráðum. Verður athyglisvert að fylgjast með þessum breytingum sérstakleglega í ljósi þess að skipulagsbreytingar hjá Hafnarfjarðarbæ hafa oft á tíðum verið umdeildar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli