mánudagur, 2. febrúar 2009

Ríkisrekin frjálshyggja...

... er ný vídd í pólitískri hugmyndafræði. Blað "allra landsmanna" Morgunblaðið er á framfærri þjóðarinnar um þessar mundir í gegnum banka okkar landsmanna sem ku vera með blaðið í öndunarvél.

Samkvæmt hefðbundinni Mogga lógik þá er blaðið orðið offramboð af sjálfu sér og því svo komið að leggja þarf blaðið niður enda hefur "markaðurinn" hafnað því. Samkvæmt sjónarhorni frjálshyggjunnar er ritstjórnin léleg, blaðmenn ómögulegir, leiðinleg skrif, ómögulegar greinar, blaðið illa rekið svo nokkur dæmi séu nefnd og síðast en ekki síst, engin vill auglýsa í blaðinu og áskrifendur eru fáir.

Ríkisdagblaðið Mogginn er arfaslöpp hugmynd en því miður veruleiki - einu afskipti ríkisins af Morgunblaðinu eiga að vera þau að búa blaðinu einhvern sess á Þjóðminjasafninu innan um aðra sýningargripi. Sýningargripurinn - Morgunblaðið im memorium - blaðið sem varð að lokum fórnarlamb eigin hugmyndaheims – táknrænt fyrir gjaldþrot frjálshyggjunnar bæði á hinum veraldlega og huglæga vettvangi – ekki satt - Mörg brýnni verkefni sem bankarnir okkar ættu að sinna fremur en að dæla milljónum í Moggann sem fólk vill ekki kaupa?

2 ummæli:

  1. Þú ert ansi bjartur að kalla morgunblaðið frjálshyggju. Skv. þessari skilgreiningu er RÚV þá væntanlega stalínískur kommunismi er það ekki?

    SvaraEyða