sunnudagur, 14. desember 2008

Nafnleysingjar í bloggheimum...

... vega lítið í umræðunni. Finnst það sérstakt að virðulegir vefmiðlar eins og Eyjan, Mbl, Visir og fleiri slíkir geri ekki kröfu um að fólk skrifi undir nafni? Mér finnst algerlega óviðeigandi að fólk getir ausið alskyns fúkyrðum og óhróðri um menn og málefni í skjóli nafnleyndar. Meðan að slíkt er látið viðgangast þá hlýtur viðkomandi miðill að vera ábyrgur fyrir nafnlausum ummælum ? Margir einstaklingar og vonandi sífellt fleiri gera kröfu um að fólki kommenti með fullu nafni - Það ættu stærri vefmiðlar undantekningarlaust einnig að gera. Umræða yrði bæði yfirvegaðri og vandaðri svo ekki sé minnst á það að vera laus við fólk sem þorir ekki að gangast við sjálfu sér – Skora á alla vefmiðla sem vilja láta taka mark á sér að breyta fyrirkomulagi hvað þetta varðar – Raunveruleg umræða krefst raunverulegs fólks - ekki satt?

1 ummæli:

  1. Sæll,

    Ég skil vel að þér sé í nöp við nafnleysingja sem ausa óhróðri yfir aðra. Hinsvegar er nauðsynlegt fyrir suma að skrifa undir dulnefni, oft á tíðum geta þessir aðilar ekki tjáð sig undir nafni, oft stöðu sinnar vegna eða vegna tengsla við umfjöllunarefnið. Það er nauðsynlegt að hægt sé að skrifa nafnlaust. Svo framarlega sem skrifin eru ekki marklaust skítkast og ómálefnalegar árásir.

    SvaraEyða