föstudagur, 9. maí 2008

Það er ...

... auðvitað með eindæmum að stofna þurfi sértök samtök til þess eins að berjast fyrir því að farið sé eftir gildandi lögum í landinu? Í þessu tilfelli lögum um banni við áfengisauglýsingum.

Var orðið fyllilega tímabært. Hittumst því nokkur þann 1. maí sl. og gengum frá stofnun Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum með pomp og prakt. Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta skráð sig sem stofnfélaga til 1. september. Hægt er skrá sig HÉR (nafn, kt, heimili, rafpóstur)

Markmið samtakanna er einfalt eða eins og fram kemur í 5.gr stofnsamþykktar: “Markmið samtakana er að berjast gegn birtingu ólöglegra áfengisauglýsinga og bættu auglýsingasiðferði með sérstakri áherslu á vernd barna og unglinga”

Sjá stofnsamþykkt í heild hér

Í vinnslu er heimasíða sem m.a. mun einfalda fólki að benda á brot og tilkynna til yfirvalda en nánar um það síðar. Hvet eindregið alla þá sem bera hag barna og unglinga fyrir brjósti til þess að ganga til liðs við okkur og gerast stofnfélagar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli