miðvikudagur, 28. maí 2008

Af banka og meintri einsemd vestanhafs


Er sem sagt staddur á námskeiði í Kanada í Nýja Skotalandi eða Nova Scotia eins og þarlendir nefna svæði upp á frönsku þó svo að nokkuð víst sé að Skotar þeir sem hér námu land í eina tíð hafi ekki kunnað frönsku.

Er í hópi góðs fólks af mínu þjóðerni en eins oft þá er ekki úr vegi að rölta um svæðið að lokinni dagskrá dagsins. Oft er það nú svo að blessuð heimþráin gerir vart við sig þó svo maður sé umvafin löndum sínum.

Og viti menn þegar mæða einsog heimþrá sækir á landann þá er bankinn, eins furðulega og það lætur ,sem oftast er ekki vinur manns, aldrei langt undan og sem við lölluðum um miðbæ Halifax þá birtist eins og vin í auðninni Landsbankaútibú að vísu lítið, svona eins og blessaður Pylsuvagninn í Tryggvagötu, stór í sinni þrátt fyrir fáa fermetra. Þægileg tilfinning í þessari kollektívu einsemd og heimþrá að sjá bankann, slökkti nefnilega algerlega á heimþránni, fór nefnilega að hugsa um þjónustugjöldin og vaxtaokrið. Falleg borg Halifax.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli