þriðjudagur, 2. janúar 2007

Skattleysismörk

Það er magnað að skattleysismörk hér á landi séu ekki verðtryggð eins og flest annað, nema launin. 136.000 krónur ættu skattleysismörkin að vera í dag ef þau hefðu fylgt verðlagi eins og ætlast var til að þau gerðu í upphafi. Mörkin voru fyrir áramót 78.000 krónur en fara nú í 90.000 krónur. Vantar ennþá 46.000 krónur upp á að þau haldi m.v.upphafleg markmið.

Ekki nóg með það að laun séu lág hérlendis þegar miðað er við helstu nágrannalönd okkar, heldur virðist það vera svo að láglaunahóparnir í samfélaginu, sem og öryrkjar og eldri borgarar séu skattlagðir sérstaklega umfram sambærilega hópa í öðrum löndum með þessum óeðlilega lágu og óverðtryggðu skattleysismörkum. Ekki sæmandi ástand og í raun furðulegt að stjórnvöld virðast ekki líta á þetta óréttlæti sem sérstakt úrlausnarefni sem setja þarf í forgang og leysa. Undarlegt þjóðfélag sem heldur fjölda sinna þegna á mörkum ómegðar með háskattastefnu og lágum launum mitt í góðærinu.

Óska lesendum síðunnar gleðlegs árs og farsældar á árinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli