miðvikudagur, 14. desember 2005

Hljómsveitin PAN

Drengirnir í hljómsveitinni PAN gaukuð að mér sínum fyrsta diski hér um daginn. Þétt og gott rokk skal ég segja ykkur og ekki laust við að við gömlu rokkhundarnir heyrum áhrif frá Jethro Tull og Deep Purple. Flott skífa og ekki að merkja að hér sé á ferð fyrsti diskur sveitarinnar. Sándið er fínt, flottur flutningur og öll umgjörð til fyrirmyndar. Mæli eindregið með þessum diski og hvet liðsmenn til frekari dáða í rokk and rólinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli