Fyrir allmörgum árum var ég á leið með ferju frá Álandseyjum til Svíþjóðar. Sé þetta fína úr í fríverslun ferjunnar og á þessu þokkalega verði. Festi kaup á því „med det samme“ Hef átt þetta ágæta úr síðan og það í alla staðið reynst mér vel. Eins og gengur og gerist þá gaf ólin sig með tímanum þannig að ég brá mér til úrsmiðs sem reyndar áttu eftir að vera fleiri en einn áður en yfir lauk..
Sá fyrsti sagði umsvifalaust „ Við fáum aldrei neitt frá þessum aðila, ég get ekkert gert fyrir þig“ . Sá næsti sagði „ Þetta er drasl við komum ekki nálægt þessu“. Sá þriðji sagði „Það er ekkert hægt að gera við þetta nema skipta um rafhlöðu og búið“. Sá fjórði var á sömu skoðun og kollegar hans en hann kvaðst geta fiffað ól á úrið sem og hann gerið af stakri prýði og nákvæmni sem einkennir þessa ágætu stétt. Skildi þetta ekki alveg en fann á öllu viðmóti að úrsmiðum almennt, sem eru að öllu jöfnu eru ljúft fólk, var meinilla við úr eins og mitt.
Víkur nú sögunni til Noregs en þangað sótti ég fund í starfshóp í tengslum við starf mitt s.l. vor. Hitti þar kollega minn við Háskólann í Vestfold. Sá er félagsuppeldisfræðingur og virtur fræðimaður á sínu sviði. Einhvern vegin barst það í tal að viðkomandi hafði unnið um fimm eða sex ára skeið á auglýsingastofu og í framhaldi af því spannst umræða um hvort hann hafi ekki gert eitthvað sem hann sjái eftir? Jú það var því miður margt sagði hann, kaupið var verulega gott og oft spennandi verkefni en inn á milli voru verkefni sem voru algerlega á jaðrinum og verkefni sem hann hefði helst ekki vilja koma nálægt og hefði jafnvel skammast sín fyrir eftirá.
Eitt verkefni fannst honum þó allra verst en það var þegar að auglýsingastofan sá um að skipuleggja víðtæka auglýsingaherferð á einhverjum drasl úrum, gott ef öll Skandinavia var ekki undir. Úrin væru svo léleg að ef þau biluðu þá þyrfti yfirleitt að henda þeim, það væri hægt að skipta um rafhlöðu, það væri ekki einu sinn hægt að fá ólar á úrin, ekki hægt að skipta um gler og ef vísir losnaði af þá var úrið ónýtt.. „Við auglýstum þetta fyrir gríðarlegar upphæðir sem hágæða vöru og það var eins og við manninn mælt sala rauk upp en úrsmiðirnir urðu vægast sagt óhressir og sögðu að þetta Swatch dót væri algert drasl“ .
Leit á úrið mitt og skyldi þar með undarlega ónotaleg viðbrögð íslenskar úrsmiða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli