þriðjudagur, 9. ágúst 2011

Formannsmyndin tilbúin en að vísu á eftir að kjósa

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi, hefur gefið kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Framboðsmyndin er ekki af verri endanum og sómir sér vel innan um myndir af reynslunnar mönnum eins og hér má sjá.

Ólafur Ragnar lét sem kunnugt er taka af sér "forsetamyndina" áður en hann var kosin forseti. Hvort þetta bragð nýtist sjálfstæðismanninn unga skal ósagt látið en óneitanlega verður fróðlegt að fylgjast með hverning til tekst.

Myndin er full íhaldssöm og stöðluð fyrir minn smekk - Nútímatæki eins og gemmsi á borðinu hefði komið þessari mynd inn í 21. öldina og höfðað til fleiri en Félags eldri Sjálfstæðismanna - En hvað með það myndin vekur umfjöllun og þar með er takmarkinu sennilega náð... eða hvað ?



1 ummæli:

  1. hann er alveg að klikka á að hafa sæmilegann lampa samt....

    SvaraEyða