mánudagur, 12. janúar 2009

"Ég er ekki sekur...

...fyrr en það er búið að dæma mig" er túlkun margra íslenskra “ofur”athafnamanna á orðatiltækinu að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Á þessu tvennu er grundvallarmunur. Því miður eru fjölmörg dæmi úr íslensku viðskiptalífi þessi misserin sem sýna “varnartilburði” af fyrrgreindum toga. Málið auðvitað öllu verra ef menn hafa trúað því og talið þetta vera einhvern anga sk. “viðskiptasiðferðis” (ef það er yfir höfuð til). Það er ekki með nokkru móti hægt að byggja upp siðað samfélag á þessum forsendum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli