fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Í landi hinna “tæknilegu mistaka” ...

... segir ekki nokkur maður af sér ... skiptir í engu hvort maður er verkalýðsforingi í siðlausri bankastjórn, stjórnmálamaður sem er giftur “besta vini aðal”, þaulsetinn dvalargestur á pólitísku elliheimili sem sumir nefna Seðlabankann ... og svona mætti lengi telja.

Ekki segir nokkur maður af sér – Hvað ætli þessi “tæknilegu mistök” í efnahagslífinu hafi kostað þjóðina mörg þúsund trilljón billjón milljónir Tobleron pakka. Einn Tobleron pakki var einum Tobleron pakka of mikið hjá vinum mínum Svíum sem þekkja ekki hið séríslenska hugtak “tæknileg mistök”.

1 ummæli: