þriðjudagur, 18. desember 2007

Engin mörk - fullkomin lágkúra

Hef stundum tekið hraustlega til orða varðandi ólöglegar áfengisauglýsingar. Sagði á fræðslufundi um forvarnir þar sem ég var meðal fyrilesara að siðleysið væri slíkt að menn myndu byrja “markaðsátakið” á fæðingardeildum kæmust menn upp með það.

Það er ekkert heilagt og í ríki Dana þykir mönnum tilhlýðilegt að herma eftir þekktum fígúrum úr dönsku “Stundinni okkar”. Og svo verslar sómkært fólk við þessi fyrirtæki sem ota áfengi að börnum þeirra? Hér sýnir tiltekið fyrirtæki hug sinn í verki gagnvart börnum. Eigum við ekki að sýna hug okkar á móti?

1 ummæli: