föstudagur, 18. ágúst 2006

Ansans fordómar eru þetta

Um daginn var umfjöllun um veggjalist (grafiti) í Fréttablaðinu á afar neikvæðum nótum; þetta væri mikil plága og borgin öll orðin útkrössuð. Umfjölluninni fylgdi hins vegar mynd af glæsilegu vegglistaverki?

Skemmdaverk geta verið af ýmsum toga og eitt af þeim er krass á veggi og á ekkert skylt við veggjalist þó svo allt og oft sé fjallað um það í sömu andrá. Afar slæmt þegar að fólk gerir ekki greinarmun á þessu tvennu og setur þetta undir sama hatt. Staðreyndin er sú að víða gefur að líta verulega vönduð verk hjá ungu og efnilegu listafólki. Hvet allt listelskandi fólk til þess að gefa þessari listgrein gaum.

Leiðilegt hve umræða um ungt fólk verður oft fordómafull sbr. veggjalistina – Veit ekki hvort fólk vill frekar steingráa og ískalda veggi í undirgöngum fremur en veggjalist. Gleymum því ekki að okkar þekktasti “veggjakrotari” hét Jóhannes Kjarval

Engin ummæli:

Skrifa ummæli