laugardagur, 28. janúar 2006

Frankó var hress, sögðu menn

Frankó einræðisherra á Spáni var bráðhress( í öndunarvélinni, niðurkældur, vafinn leiðslum og meðvitundarlaus) , eiginlega þó nokkuð fram yfir andlátið. Ástand hans skipti í raun engu. Öllu skipti hins vegar að almenningur hefði trú á því að karlinn væri hérna megin móðunnar miklu þess vegna var þrástaglast á því að hann væri við góða heilsu. Á meðan að svo væri þá breyttist ekkert.

Datt þetta svona í hug þegar maður fylgist með fréttum um launamál þessa daganna. Það er nefnilega svo að í öllum viðtölum í fjölmiðlum við nefndarmenn í launanefnd sveitarfélaga kemur fram a.m.k tvisvar til þrisvar að nefndin njóti óskorðað trausts o.sv.fr. Við sem í þessum heimum hrærumst vitum hins vegar að baklandið þ.e.a.s. sveitafélögin eru ekki par sammála um störf nefndarinnar. Opinberar deilur og hnútukast forsvarsmanna sveitarfélaganna undanfarið er bara toppurinn á ísjakanum. Það er greinilegur pólitískur ágreiningur um launastefnu almennt meðal sveitarfélaganna og það er nokkuð ljóst að það stefnir í að Reykjavík segi sig alfarið úr launanefnd sveitarfélaga.

Tel því einsýnt að “heilslufar” launanefndar se að einhverju leiti”Frankóískt” þessa daganna hvað sem síðar verður. För Frankós yfir móðuna miklu hafði síður en svo neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir spænsku þjóðina.
Launanefnd sveitafélaga hefur ekki reynst okkur launþegum vel. Með grjótharðri láglaunapóli ( í umboði sveitarfélaganna? ) hefur þeim tekist að koma kjörum bæjarstarfsmanna í sögulegt lágmark.

Hefði Frankó verið rétti maðurinn til þess að leiða Spánn áfram – er launnefnd sveitarfélaga rétti aðilinn til þess að koma launamálum sveitafélaganna í lag – Svari nú hver fyrir sig?
Sá sem þetta ritar myndi ekki gráta það að nefndin yrði aflögð með öllu og hefur sagt og segir enn að sveitarstjórnir eiga hver og ein að axla þá ábyrgð að stjórna sínu bæjarfélagi þ.m.t. launamálum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli