sunnudagur, 25. apríl 2004

Gullfallegar þessar Færeyjar

Gullfallegar þessar Færeyjar
verð ég að segja, þó svo að ég hafi aldrei komið þangað. Var svo heppinn að fljúga yfir eyjarnar í dag sem og s.l. miðvikudag og viti menn í bæði skiptin var heiðskírt og eyjarnar hinar mörgu og fögru blöstu við út um gluggann eins og landakort. Vegna starfa minna innan hins norræna samstarfs þá flýg ég oft þarna yfir á leið til Kaupmannahafnar en hins vegar er því miður fremur sjaldgæft að sjá eyjarnar úr 35.000 fetum og hvað þá tvisvar í röð.

Hef ekkert nema gott eitt
af færeyingum að segja , hef unnið nokkuð með þeim í Norðurlandasamstarfi og líkað vel enda upp til hópa gott fólk. Lenti þó í því fyrir mörgum árum, þegar ég hitt færeying í fyrsta sinn að ég hældi viðkomandi fyrir hve góða skandinavísku hann talaði.
Ekki var okkar maður beint kátur með hólið og tjáði mér umsvifalaust að þessi skandinavíska sem hann talaði væri daglega kölluð færeyska og sem slík nyti hún alþjólegar viðurkenningar og að ég sem íslendingur ætti manna best að ...... o. sv.fr. Bað vin minni innlega og snarlega afsökunar, reynslunni ríkari,án frekari eftirmála og án þess að nokkurn frekari skugga bæri á samstarfið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli