þriðjudagur, 27. maí 2003

Þá er lokaverkefnið um sögu félagsmiðstöðva komið út á vefinn

Þá er lokaverkefnið um sögu félagsmiðstöðva komið út á vefinn. Lenti í hinum mestu brösum við að koma efninu út af vefinn. Gallinn og kostirnir eru að vefurinn er uppbyggður í mörgum ólíkum "formötum" þ.e. texta, myndum, hljóðum og kvikmyndum.
Fyrst bar það til tíðinda að vefsvæðið var of lítið. En þrátt fyrir stækkun þá vildu hljóð- og kvikmyndafælar ekki fara út á netið. Hins vegar virkaði þetta allt saman glimrandi vel utan netsins. Vandamálið lýsir sér þannig að sambandið rofnaði í miðri yfirfærslu og maður varð að starta öllu upp að nýju, sem er auðvitað afar hvimleitt. Salvör hafði lent í svipuðum vandamálum. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé lapsus í forritinu eða hvort þetta sé brotalöm í ADSL ,símakerfinu eða i hýsingu vefja ? Það er t.d. oft betra að vinna út á netið seint á kvöldin heldur en um miðjan dag.? Til að koma verkefninu frá mér í tíma þá brá ég á það ráð að minnka myndsafnið mjög verulega, setti inn eitt lítið lag í midi-formati og náði smá kvikmyndabút út á vefinn. það má því segja að vefurinn sé sýnishorn sem gefur þó vonandi mynd af því sem hann á að standa fyrir.
Til þessa að koma vef af þessu tagi frá sér yfir á netið þá þarf maður að koma sér upp góðu hljóðvinnsluforriti og klippiforriti. Með því móti getur maður gert skjöl þannig úr garði að blessaður Dreamwever-inn springi ekki á limminu í hvert sinn sem senda þarf skjöl af þessari tegund út í netheima.

Að lokum langar mig til þess að þakka ykkur öllum ánægjuleg samskipti og góða viðkynningu og óska ykkur áframhaldandi góðarar vegferðar. Ég er ánægður með þennan kúrs og tel mig hafa lært heilmikið og ekki síst á hinu praktíska sviði.

Hvað blessað bloggið varðar, þennan hentuga einkafjölmiðil, þá ætla ég að halda því gangandi meðan ég hef nennu til. Er jafnvel að pæla í að breyta honum í blogg formanns Starfsmannafélags Hafnarfjarðar þannig að félagsmenn geti fengið upplýsingar beint og algerlega milliliðalaust "nánast í beinni".

Engin ummæli:

Skrifa ummæli