
Mér reiknast til að ef við leggjum þúsundkall við þúsundkall þá nemi skuldirnar vegalengdinni 3.255.000 kílómetrum. Þjóðvegur 1 er ca 1.400 kílómetrar en hann má leggja einfaldri röð þúsund kalla u.þ.b. 2.325 sinnum eða rúmlega 81 skipti í kring um jörðina, eða tæplega 10 sinnum til tunglsins. Að keyra meðfram þúsundköllunum miðað við góð skilyrði t.d. á 80 km hraða tekur ca 2 ár og fjóra mánuði ef keyrt er allan sólarhringinn. Miðað við vinnutímatilskipun EB þá má reikna með rúmlega 10 ára törn ( rúmlega fjórðung starfsævinnar) í verkið.
Ef við fletjum þúsundkallana út þá er flæmið 2.257.500 ferkílómetrar eða rúmlega 22 falt flatarmál landsins eða 2/3 hluta Indlands. Ef við deilum höfðatölu í “flatamál skulda” lagðir í þúsund köllum þá hefur hver Íslendingur ca 7.500 fermetra út af fyrir sig sem hlýtur að vera heimsmet.
Sé það á þessu að skuldirnar eru efnahaglegt stórvirki á hryðjuverkasviðinu a.m.k. gangvart íslenskum almenningi , örugglega heimsmet og “einstakt afrek” og í raun “einhverskonar snilld” sem felst í því hvering fáum einstaklingum hefur tekist að klúðra jafnmiklu og rækilega á jafn skömmum tíma og sem bitar á jafnmörgum og nú er raunin ...og svo eru menn hissa á því að einhverju ungmenninu hitni í hamsi - Það eru ekki margir sem sitja uppi með 7.500 fermetra af þúsundköllum í skuld algerlega að ósekju – menn hafa fengið að kjaftinn fyrir minna – ekki satt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli