
Meðan að svo er og ef engin tekur raunverulega ábyrgð þá munu mótmæli aukast enda kjöraðstæður fyrir slíkt. Það er einföldun að telja mótmæli þessa daganna léttvæg. Venjulegt fólk sem hefur unnið hörðum höndum í gegnum árin í hinu íslenska láglaunaumhverfi til þess eins að hafa í sig og á, er allt í einu orðið ofaukið í íslensku samfélagi og hefur ekkert aðhafst sem réttlætir slíkt. Því mun fylgja gríðarleg reiði og ef slík reiði brýst út þá leysast úr læðingi kraftar sem engin ræður við. Það er alvarlegt ef ráðmenn þjóðarinnar, hinir kjörnu fulltrúar almennings, skapa kjöraðstæður fyrir slíkt með ráðleysi, flumbrugangi og ógegnsæi í aðgerðum sínum varðandi rannsókn á hruni hins íslenska hagkerfis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli