Hljómsveitin Dr. Spock eru engir aukvisar þegar músík er annars vegar. Heyrði í köppunum á föstudagskvöldið í félagsmiðstöðinni Hrauninu. Tilefnið Rokkhljómsveitakeppni Hafnarfjarðar. Þar komu fram fimm efnileg bönd. Úrslit urðu eftirfarandi . Fóbía úr Setrinu vann, í öðru sæti var Própanól úr Hrauninu og í þriðja sæti stelpubandið Fnykur úr Verinu Allt efnileg og góð bönd sem á vonandi eftir að heyrast mikið frá í framtíðinni. Viðtökur hinna fjölmörgu gesta voru mjög góðar og stemmingin fín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli