fimmtudagur, 5. október 2006

Danskur mömmumatur

Hugsað mér gott til glóðarinnar þar sem ég var staddur í Kaupmannahöfn s.l. þriðjudag. Stoppaði þar í nokkra klukkustundir á leið minni heim frá Brussel. Nú skyldi snæða ekta danskan mat, alvöru kótilettur með rauðkáli, grænum baunum m.m. Reyndi fyrst að nálgast herlegheitin á Hovedbanegaarden en viti menn sá ágæti staður sem þar hafði verið, hafði vikið fyrir „sportbar” sem seldi lítið annað en bjór og hamborgara þess á milli sem gestir urðu „hluti af leiknum”

Fór því sem leið lá niður Strikið. Allstaðar gaf að líta hina kræsilegustu veitingastaði; kínverskan; indverskan; grískan; írskan; ástralskan; Macdonalda og Burger kinga; pylsuvagna; Kebab sjoppur og ég veit ekki hvað og hvað. Var orðin bæði mæddur og hungraður staddur við Magasin du Nord þegar að mér datt í hug að bregða mér á veitingastaðinn í versluninni.

Og viti menn við mér blasti allur hinn danski matarkúltur á einu borði. Ég þakkað almættinu vel og lengi fyrir það að hið íslenska Magsín du Nord færði mér danskt góðmeti í stað þess að hafa á boðstólum eitthvert íslenskt súrmeti eins og fyllsta tilefni væri til. Yndislegt hvernig Bónus / Magasín heldur að manni góðum dönskum mat hugsaði ég. Bíð bara eftir því að hið sama Bónus haldi að mér dönsku vöruverði hérlendis.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli